Tunnurnar hafa engu gleymt!

Tunnurnar komu saman í fyrsta skipti að kvöldi 4. október 2010. Þetta kvöld töluðu fréttamenn Sjónvarpsins og Stöðvar 2 við fjölda fólks sem komu og stóðu saman í stærstu mótmælum Íslandssögunnar. Þetta var sýnt í Kastljósi kvöldið eftir:

Næstu daga var allt gert til að drepa því á dreif, sem kemur svo skýrt fram í þessum viðtölum um það, hverjar voru kröfur þessara stærstu og háværustu mótmæla sem fram hafa farið á Íslandi.

Tunnurnar hafa engu gleymt! Hvað með ykkur?


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef engu gleymt.  En hvað gerðist?  Það var skipuð nefnd sem komst að þeirri niðurstöðu (pantað af ríkisstjórninni) að ekki væri hægt að gera neitt þar sem allt svigrúm bankanna væri uppurið.  Það skiptir engu máli hversu margir mæta á mótmæli né hversu hávær þau eru, þetta lið verndar bara bankakerfið. Þar er skjaldborgin!

Ingifríður R. Skúladóttir (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 00:55

2 Smámynd: Tunnutal

Já það fór í gang mikill sýndarleikur eftir fyrstu mótmælin þar sem telja átti okkur trú um að þau ætluðu að vinna fyrir okkur. Í raun þyrftum við að setjast að í þúsundatali niður á Austurvelli til þess að þau skilji að það er ekki í lagi að fólk sé sett út á götu eða hreinlega svelti vegna þess hér varð forsendubrestur á lánum sem er hvorki mér eða þér að kenna.

Aftur á móti veðrur við líka að horfa í eigin barm og viðurkenna fyrir sjálfum okkur að hér mun ekkert breytast til hins betra ef við, akmenningur, látum það ekki gerast.ábyrgðin á Nýju Íslandi liggur hjá okkur því að engin (eða fáir) af þssum þingmönnum getur hugsað út fyrir flokkskassann sinn og er þar með óhæfur til að breyta.

Tunnutal, 31.3.2012 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband