Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Hvað ef ..............?

 Við höfum svolítið velt fyrir okkur, horfum svolítið í eigin barm og lítum á hvert fyrir sig, hvort við höfum nokkru sinni hugsað út í það, af hverju samstaða okkar er ekki meiri en hún er. Og hvort ekki sé rétt að við hvert fyrir sig förum að forgangsraða, hvað hvert og eitt okkar telur skifta mestu máli fyrir íbúa í þessu landi en ekki endilega skuldara. Hvað er það sem við viljum? 

Sú sem hér skrifar setur það skýrt fram að ég vil heilbrigðisþjónustu og menntakerfi fyrir alla án tillits til efnahags(heilbrigðisþjónusta algjörlega gjaldlaus). Og til að hafa efni á því hlýtur að vera hægt að skera niður í flottræfilshætti í utanríkisþjónustu og stjórnsýslu almennt. Ég vil að þjóðin sé öllum stundum algjörlega upplýst í hvað skattfé okkar fer.

Mér finnst líka mikilvægt að við sníðum okkar kerfi eftir okkar þörfum og séum ekki alltaf að apa eftir öðrum þjóðum sem búa kannski við aðrar aðstæður, aðrar þarfir og aðra samfélagsuppbyggingu. Mér finnst skifta miklu máli að allir þegnar landsins hafi kost á að búa við sómasamlegan húsakost, matarkost, hjúkrun, lyf, menntun og aðrar samfélagslegar grunnþarfir. Og enginn þegn þjóðfélagsins ætti að þurfa að taka á móti launaumslag sem mætir ekki lágmarksframfærslu.

Ég velti því oft fyrir mér hvort öfund og afbrýðisemi geri það að verkum að við stöndum ekki betur saman en raun ber vitni. Eða hvað:Getur verið að kúgun atvinnurekenda, lánadrottna og annarra persónulegra valdhafa ráði þarna. Getur verið að fólk sem hefur beðið persónulegt skipbrot á samfélagsstöðu sinni finni fyrir skömm á sínum aðstæðum. Eða er þeim sem betur standa alveg sama um skipbrot annarra kjör og aðstæður eða bara hreinlega að farast úr leti og sérhlífni.

Að síðustu vil ég segja:Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Ég veit að þetta er gömul lumma en hún fer aldrei úr tísku hvað mig snertir. Við berum öll ábyrgð á samfélaginu og engin keðja er sterkari en  veikasti hlekkurinn 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband