Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Eldhúsdagsumræður

  Í kvöld eru eldhúsdagsumræður á alþingi og við það tækifæri hafa tunnur frá 2010 alltaf mætt á austurvöll barið tunnur og reynt að trufla þingheim við að mæra sjálfa sig og sína flokka og segja okkur hinum allskonar skröksögur. Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að trufla alþingi í að segja okkur endalausar lygar.

  Upphaflega ætluðu þingmenn sjálfstæðis og framsóknarflokks að eigna sér mótmæli okkar og túlka sem ákall um að þeir kæmust til valda. Það höfum við leiðrétt eins og hægt er og á ekki að vera hægt að misskilja það á neinn hátt. Ástæðan fyrir því að við höfum ekkert skipulagt í kvöld er fyrst og fremst sú að fólk hefur ekki séð sér fært að mæta og styðja aðgerðir okkar um bætt kjör heimilanna. Einnig má benda að fólki var í lófa lagið að koma sér undan þessari stjórn fyrir ári síðan.

  Það sem við hins vegar skiljum ekki er að fólk skuli sætta sig við að hafa laun undir lágmarksframfærslu (viðmið frá félagsmálaráðuneyti). Heilbrigðisþjónustan og velferðarkerfið yfir höfuð er í molum. Eigum við þá ósk heitasta að fólk fari að rísa upp gegn þessarri þróun. Ekki mun standa á okkur að styðja við slíkar aðgerðir. Hér á eftir tel ég upp nokkur mál sem við erum reiðubúnar að leggja lið:

  LÁGMARKSFRAMFÆRSLA. Enginn íbúi þessa lands á að lifa af tekjum undir henni. Eitthvað er stórkostlega athugavert við það þegar ráðamenn þjóðarinnar verja stórfelldar launahækkanir til forstöðumanna ríkisstofnanna á sama tíma og þeir hvetja vinnuveitendur láglaunafólks til að stilla hækkunum (sem ekki einu sinni ná að vera leiðréttingar) í hóf.

  EIGNARUPPTAKA Á HEIMILUM. Þennan lið mætti kalla fjárkúgun. Bankastofnanir og fjármálafyrirtæki mala gull þessa dagana og í bígerð er að reisa enn eina glæsihöllina fyrir Landsbankann okkar eins og hann var kallaður af bankastjóra á hátíðlegum kynningafundi um ný vinnubrögð sem sjáanlega engin hafa orðið. Slitastjórnir græða á tá og fingri og hvergi sér fyrir endann á störfum þeirra enda lítið vit í að slátra gæsinni sem verpir gulleggjunum (fyrir sig en ekki okkur hin). Fögur fyrirheit um heimsmet í leiðréttingum hafa breyst í heimsmet í seinagangi og svikum.

  VELFERÐARKERFIÐ. Þar erum við að tala um nauðvörn. Heilbrigðiskerfið er gjörsamlega hrunið og hafið þið gert ykkur grein fyrir því að í skólakerfinu(skóli án aðgreiningar) er einungis gert ráð fyrir 13 sérkennslustundum á viku að hámarki hverjar sem sérþarfirnar eru. Er þetta ekki mannréttindabrot? Starfsfólk á heilbrigðis og umönnunarsviði vinna kraftaverk á hverjum degi undir ómanneskjulegu vinnuálagi og vanefnum sem minna helst á þriðja heiminn. Og gæti ég haldið endalaust áfram.

  LÖGGÆSLA OG RÉTTARKERFI. Hver áfellisdómurinn af öðrum kemur undan teppinu.

  Eins og þið sjáið er af nógu að taka og gæti ég skrifað margra síðna ritgerð. Okkar heitasta ósk er sú að fólk rísi upp og við verðum virkir þátttakendur í þeim aðgerðum 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband