Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

4. oktober 2010

Árið 2010 fengum við vinkonur nóg af því ástandi sem orðið var. Við útveguðum tunnur,bjuggum til event á fb. og skunduðum niður á austurvöll.
Ekki áttum við von á miklu þar sem oft höfðu verið búnir til eventar sem ekkert varð úr.En fólk fór að týnast,hörðustu mótmælendur fyrst.
Alþingishúsið hafði verið girt með óeirðargirðingum sem okkur þótti furðu sæta. Man ég að lögreglan var spurð"eruð þið orðnir kolvitlausir".Rétt er að taka fram að mótmælin voru boðuð með vitneskju lögreglu.
Smám saman bar að fleira fólk og okkur var ljóst að söguleg stund var að nást. Samstaðan var algjör á þessarri stundu sem okkur finnst vanta í dag.
Ekki spillti fyrir að á skemmtistaðnum hvítu perlunni (óðal sem var)var magnaður upp sá taktur sem sleginn var á vellinum.
Ráðamönnum landsins var einnig ljóst að þessi atburðarás var ekki hunsuð og settu í gang ferli til að sættast við þjóðina.
Á þeim tímapunkti trúðum við því að hið nýja Ísland væri loks að koma í ljós.
Samkomulag við þjóðina fór útum þúfur og síðan hefur fjöldi vina okkar flutt úr landi,misst heimili sín og þess háttar en fjárglæframenn og allir þeir sem efndu til skuldanna sem féll á þjóðina halda áfram þar sem frá var horfið.
Landsdómur sem átti að vera hluti af uppgjöri við hrunið virkaði eins og reunion hjá skólafélagskap og ekkert sem bendir til að réttlæti sé í sjónmáli.
Að endingu vil ég varpa fram þeirri spurningu:af hverju næst þessi samstaða ekki í dag og hvað þarf til að ná henni

Tunnurnar hafa engu gleymt!

Tunnurnar komu saman í fyrsta skipti að kvöldi 4. október 2010. Þetta kvöld töluðu fréttamenn Sjónvarpsins og Stöðvar 2 við fjölda fólks sem komu og stóðu saman í stærstu mótmælum Íslandssögunnar. Þetta var sýnt í Kastljósi kvöldið eftir:

Næstu daga var allt gert til að drepa því á dreif, sem kemur svo skýrt fram í þessum viðtölum um það, hverjar voru kröfur þessara stærstu og háværustu mótmæla sem fram hafa farið á Íslandi.

Tunnurnar hafa engu gleymt! Hvað með ykkur?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband