Í dag

Í dag er virðingarleysi okkar algjört fyrir þeim gildum sem verðmætust hafa talist. Gildi fjölskyldunnar hafa sáralítil vægi og litlu virðist skipta hvort fólk hafi þak yfir höfuð eða ekki. Fólk er borið útá götu í stórum stíl og fólk rís ekki upp sjálfu sér til varnar og alls ekki öðrum, framfærsluviðmið eru úr lausu lofti gripin. Fólk þjáist af kvíða og vanlíðan yfir því hvernig það hefur í sig og á og jafnvel þurfa börn að búa við tannpínu, þar sem engir peningar eru í þess háttar útgjöld.
Skömmin sem ætti að vera geranda hefur færst yfir á þá sem við þetta ástand búa enda eru þeir sem rísa upp öðrum til varnar gjarnan níddur niður af samfélaginu. Niðurskurður er löngu kominn út fyrir öll sársaukamörk og ekkert eftir að skera niður hjá þessum hluta nema fólkið sjálft. Mig furðar samstöðuleysi og skeytingarleysi fólks gagnvart þessum hópi.
Þar sem nú er stórhátíð í kristinni trú mætti staldra við og hugleiða: Var þetta boðskapurinn sem þessi trúarbrögð kenndu okkur. Var okkur kennt að hver ætti að skara eld að eigin köku, og hrifsa sem mest af kökum annara. Var okkur kennt að líta niður á og skapa skömm hjá þeim við lakari kjör búa. Og var okkur kennt að vega hvert annað í kapphlaupi kringum gullkálf. Erfitt er að finna fyrirmyndir um annað í samfélaginu

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband