Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
Léttum okkur lund
22.5.2012 | 14:54
Við tunnurnar höfum ákveðið á ólýðræðislegan hátt að taka yfir stjórn landsins. Eins og sönnum húsmæðrum sæmir höfum við ákveðið að þrífa hátt og lágt í stjórnsýslu landsins. Höfum við ákveðið að setja á neyðarlög þar sem öllum embættismönnum sem hafa setið lengur en 4 ár verði sagt upp.
Ríkisskattstjóri,ráðuneytisstjórar,tryggingarstofnun o.fl. eru þar á meðal. Til að enginn trufli okkur við þetta þarfaverk förum við þess á leit við þjóðina að hún slái hring um alþingishúsið meðan á þessu stendur og lögregluþjónum verði boðið í kaffi og pönnukökur á meðan.
Þegar hefur verið hafið ferli að friðlýsa þá sem inni í húsinu eru sem tegundir í útrýmingahættu. Einnig óskum við hjálpar frá öllum vinnufúsum höndum til þessarra þrifa ásamt áhöldum. Til að tryggja afkomu heimilanna höfum við ákveðið að engar skuldir verði innheimtar meðan á þessum þrifum stendum. Munum við ennfremur afskrifa afskriftir til meintra auðmanna og þeim afskriftum verði varið til hagsbóta fyrir almenning.
Óþarfi er að leita álits hjá þjóðinni,þar sem ekki er um að ræða lýðræði, þingræði, einræði, gerræði eða forsetaræði heldur tunnuræði. Og það er eiginlega hálfgert skaðræði.
Ríkisskattstjóri,ráðuneytisstjórar,tryggingarstofnun o.fl. eru þar á meðal. Til að enginn trufli okkur við þetta þarfaverk förum við þess á leit við þjóðina að hún slái hring um alþingishúsið meðan á þessu stendur og lögregluþjónum verði boðið í kaffi og pönnukökur á meðan.
Þegar hefur verið hafið ferli að friðlýsa þá sem inni í húsinu eru sem tegundir í útrýmingahættu. Einnig óskum við hjálpar frá öllum vinnufúsum höndum til þessarra þrifa ásamt áhöldum. Til að tryggja afkomu heimilanna höfum við ákveðið að engar skuldir verði innheimtar meðan á þessum þrifum stendum. Munum við ennfremur afskrifa afskriftir til meintra auðmanna og þeim afskriftum verði varið til hagsbóta fyrir almenning.
Óþarfi er að leita álits hjá þjóðinni,þar sem ekki er um að ræða lýðræði, þingræði, einræði, gerræði eða forsetaræði heldur tunnuræði. Og það er eiginlega hálfgert skaðræði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tunnurnar kvaddar
18.5.2012 | 00:07
Í gær voru síðustu tunnuhöggin á okkar vegum slegin að óbreyttu. Við höfðum vaðið í þeirri villu að heimili landsmanna og ástand þeirra lægi þungt á þeim. Mætingin í gær bar þess ekki merki og ljóst er að ákveðnum kafla í þeirri baráttu er lokið. Fólk sem ekki skipuleggur svona aðgerðir gerir sér kannski ekki grein fyrir þeirri undirbúningsvinnu og þeim tíma og fyrirhöfn sem því fylgir. Við göngum sáttar frá tunnum,höfum upplifað ótrúlega samstöðu og trúum því að við höfum gert þjóðfélagið betra. Ljóst má vera að ástandið hefur batnað og þessi knýjandi þörf sem við fundum hjá fólki þann 4. okt 2010 er greinilega ekki lengur til staðar. Samstarf okkar hefur verið með ágætum og vonandi orðið að ævarandi vináttu. Okkur hefur fylgt aragrúi af góðu fólki sem við kunnum bestu þakkir,tryggir og góðir vinir sem vonandi munu fylgja okkur alla tíð. Óþarfi er að nefna nöfn en taki þeir til sín sem eiga. Áhugi okkar á bættu samfélagi er enn til staðar og munum við styðja þá sem á eftir koma eins og við treystum okkur til. Við viljum halda blogginu áfram og vinna áfram að betra samfélagi. Takk fyrir síðustu 2 ár þetta er búið að vera ótrúlega góður tími
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
HALLÓ HALLÓ
9.5.2012 | 23:26
Gott fólk, ég er verulega hugsi. Ætlar fólk virkilega að leyfa þingmönnum að fara í sumarfrí, sem er talsvert lengra en okkar, á meðan skuldir okkar hrannast upp og hæstaréttardómar eru lítilsvirtir.
Fólk getur engan veginn borgað það sem því er gert að gera. Sjálfsagðir hlutir eins og sundferðir með börn eða ferð í strætó er orðinn munaður sem ekki allir geta leyft sér. Nýjir strigaskór á litla fætur kosta einhverja daga svelti og fiskveiðiþjóðin getur ekki leyft sér fisk 3svar í viku eins og æskilegt væri.
En er öllum sama.Fjölskyldur tapa heimilum,bílum og sjálfsvirðingu og engu virðist skifta hvort farið er að lögum eða ekki,nema almenningur hann skal alltaf virða lögin. Orkufyrirtæki loka við mánaðar vanskil og handrukkunarstíll kominn á innheimtu.
ER YKKUR VIRKILEGA SAMA. HVAÐ ER AÐ OG HVAÐ ÞARF AÐ GANGA LANGT.
Ætlum við að láta reka okkur á vergang eins og tíðkaðist á 18.öld. Finnst ykkur ekki komið nóg af þessari kúgun. Er ekki kominn tími til að gera eitthvað eða eigum við bara að sætta okkur við að gæðum landsins er misskift og meira svo með hverjum degi. Ég trúi að allir eigi rétt á húsaskjóli og mat og það skal enginn segja mér að það sé ekki framkvæmanlegt. Ég kveð með gamla máltækinu:Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér
Fólk getur engan veginn borgað það sem því er gert að gera. Sjálfsagðir hlutir eins og sundferðir með börn eða ferð í strætó er orðinn munaður sem ekki allir geta leyft sér. Nýjir strigaskór á litla fætur kosta einhverja daga svelti og fiskveiðiþjóðin getur ekki leyft sér fisk 3svar í viku eins og æskilegt væri.
En er öllum sama.Fjölskyldur tapa heimilum,bílum og sjálfsvirðingu og engu virðist skifta hvort farið er að lögum eða ekki,nema almenningur hann skal alltaf virða lögin. Orkufyrirtæki loka við mánaðar vanskil og handrukkunarstíll kominn á innheimtu.
ER YKKUR VIRKILEGA SAMA. HVAÐ ER AÐ OG HVAÐ ÞARF AÐ GANGA LANGT.
Ætlum við að láta reka okkur á vergang eins og tíðkaðist á 18.öld. Finnst ykkur ekki komið nóg af þessari kúgun. Er ekki kominn tími til að gera eitthvað eða eigum við bara að sætta okkur við að gæðum landsins er misskift og meira svo með hverjum degi. Ég trúi að allir eigi rétt á húsaskjóli og mat og það skal enginn segja mér að það sé ekki framkvæmanlegt. Ég kveð með gamla máltækinu:Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)