Hvað er til ráða

Komið sæl. Langt er síðan heyrst hefur í okkur.

  Því hefur verið haldið fram meðal almennings að nýkjörin stjórnvöld þurfi tíma til að sanna sig. Einhvern veginn líður okkur þannig að hún sé búin að afsanna sig. Hver ræður eiginlega í þessu landi. Og þá á ég við: hver er það sem raunverulega stjórnar. Eru það lífeyrissjóðirnir bankarnir ríkisstjórnin eða stéttafélögin og samtök atvinnulífsins.

 Hvar er okkar ábyrgð gagnvart lýðræðinu og að beita stjórnvöld aðhaldi. Eða er það viðunandi að hafa tekjur undir lágframfærslu. Og er það viðunandi að fólk hafi ekki húsaskjól heldur þurfi að hola sér niður á dýnu hjá ættingjum og vinum. Biðraðir eftir þjónustu hjálparstofnanna er þjóðarskömm. Og ekki er minni skömm að aðbúnaði eldri borgara sem eru í orðsins fyllstu merkingu tjóðraðir niður í rúmin sín vegna manneklu og matarföng sannarlega skorin við nögl. Er einhver sanngirni í þessu meðan fyrirtæki í okkar eigu (þ.e. lífeyrissjóðanna) skammtar stjórnendum sínum bónusgreiðslur og sposlur sem í þessu samhengi sem ég hef verið að lýsa eru í besta falli fáranlegar eða þá hlægilegar ef við viljum jákvætt orð.

 Höfum við virkilega gefið stjórnvöldum það vopn að hræða okkur frá friðsömu andófi eins og var þeirra greinilega markmið í níumenningamálinu forðum og hinu nýja níumenningamáli Hraunavina. Borgaraleg óhlýðni og lögbrot eru í mínum augum sinn hvor hluturinn. Mér þykir við vera huglaus eða þá bara villt hvað við viljum. Ég myndi gjarnan vilja sjá í hvaða forgangi fólk vill hafa málin. Og það myndi gleðja mig meira en orð fá lýst, ef fólk væri tilbúið að fara að leggja öfund og afbrýðisemi á hilluna og fara að vinna saman í að fara að gera eitthvað í málunum.

 Ég myndi vilja varpa þeirri spurningu fram með þessu bloggi: hvað viljum við, hvernig teljum við hægt að ná því fram og hvað erum við reiðubúin að leggja á okkur til að ná því fram


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar/ og Sælir - Tunnuberar / og sælir aðrir gestir hér á síðu !

Og - velkomin á vaktina að nýju !

Fylgdi hugur þorra Íslendinga máli - geysuðu hér harðvítug átök gagnvart burgeisa liðinu / en sem oftar :: meira máli skiptir þetta lið (sem í andófinu ætti að standa) credit kortagreiðslur og afborganir HEIMSKULEGRA verðtryggðra lána en að ÞORA að standa með sjálfum sér - sínum hagsmunum og annarra samlanda / vinnandi sem óvinnufærra.

Með beztu kveðjum sem endranær - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.2.2014 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband