Að hugsa út fyrir kassann

Orðið gagnrýni er skýrt,að rýna til gagns. Í umræðunni ber oft minna á því og er það meira notað til niðurrifs. Við tunnurnar höfum fengið gagnrýni fyrir hávaðamengun í miðbænum og fólk sé þess vegna ekki tilbúið til mæta til mótmæla. Undantekning er ef samtímis er bent á aðra lausn sem virkar jafnvel með minni hávaða.
Algengt slagorð mótmæla er "ríkisstjórnin burt", en er það nóg. Spilltu þingmennirnir (sem fyrirfinnast í öllum flokkum) voru kosnir af okkur.
Hvað kemur í veg fyrir að þeir verði kosnar aftur. Allar skoðanakannanir benda til að fjórflokkurinn muni áfram lifa sínu góða lífi með sína spilltu stjórnarhætti á kostnað þjóðarinnar. Okkur er ætlað að taka afstöðu til hinna ýmsu mála án þess að fá fullnægjandi upplýsingar og öll loforð um gagnsæi og "allt uppi á borðum" heiðarleg vinnubrögð o.þ.h. hafa gufað upp.
Þarf ekki stórtækari breytingu en nýja ráðherra. Þurfum við ekki öflugar siðareglur og breyttar forsendur í stjórnsýslu. Eitthvað einfaldara gegnsærra sem fólkið skilur. Þurfum við ekki að losna við það að fjármálakerfið stýri landinu. Þarf ekki eitthvað að gerast svo nýtt fólk geti kynnt sig og ný öfl geti komist áfram. Er eitthvað eðlilegt við það að fjármálastofnanir beri fólk út af heimilum sínum án þess að neitt varnarnet taki við þeim nema ættingjar og vinir. Er eitthvað eðlilegt við það að fólk í slíkri stöðu þurfi að leita réttar síns fyrir dómi með óyfirstíganlegum lögfræðikostnaði og endalausum töfum. Ennfremur velti ég fyrir mér hvort fólki finnist ásættanlegt að í þessu þjóðfélagi skuli fólk segja "Ég get ekki mætt til mótmæla, því þá missi ég vinnu" eða "Bankinn gjaldfellir allt á mig ef ég mæti til mótmæla." Ljótasta afbrigði er þó "Ef þú mætir til mótmæla berum við fjölskyldu þína út" Minnir þetta ekki á störf mafíunnar.
ER EKKI KOMIÐ AÐ ÞVÍ AÐ VIÐ ÞURFUM AÐ HUGSA ÚT FYRIR KASSANN. Minni ég ennfremur á tunnumótmæli við stefnuræðu forsætisráðherra, þar sem fjórflokkurinn getur haldið áfram að ljúga okkur full

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband