Áríðandi fréttatilkynning frá Tunnunum

Tunnan kallar..Tunnan kallar þig og mig niður á Austurvöll þann 12. september kl 19:30 því þá mun rödd steinhússins enn einu sinni hefja upp raust peningavaldins sem hirðir ekkert um tár barnanna okkar, menntun, heilsu eða framtíð heldur skuldsetur afkomendur okkar margar kynslóðir fram í tímann ef við látum það óáreitt.

Tunnan kallar mig og þig niður á Austurvöll til að hita upp fyrir stóru byltinguna handan hornsins. Tunnan lofar að ef við mætum þá skuli hún dynja hjartslætti þjóðarinnar með svo dimmum og djúpum óm að þeir tónar láti ekki einu sinni steinhjörtu landráðamanna ósnortin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tunnutal

Þið sem lesið þessa tilkynningu ættuð endilega að lesa þennan pistil: Þjóðarskútan sem breyttist í Galeiðuskútu  eftir Vilhjálm Birgisson, verkalýðsleiðtoga á Akranesi þar sem hann varpar fram þeirri spurningu: „hvort ekki fari að verða uppreisn um borð í Galeiðunni í ljósi þess að öll fögru loforðin um „Velferð, réttlæti, jöfnuð“ og ekki síður um skjaldborgina hafa verið svikinn illilega?“

Tunnutal, 28.8.2012 kl. 22:53

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þau hlusta ekki á okkur treysta því að það muni allt verða eins og áður fáir hirði það sem margar hendur eru að vinna eins og alltaf! Þetta er mafía sem við erum að eiga við og hún hikar ekki við að breyta varðhundum sýnum hvenæar og hvar sem er til að stöðva okkur.

Sigurður Haraldsson, 30.8.2012 kl. 00:53

3 Smámynd: Tunnutal

Ekkert niðurrifstal hér! Eða vilt þú að JS eða einhver annar sem tekur til máls stefnuræðukvöldið geti vísað til þess að raddirnar á Austurvelli séu m.a.s. þagnaðar til staðfestingar á þvílíka lukku verk núverandi þings vekja þjóðinni.

Tunnutal, 30.8.2012 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband