fangar á eigin heimili
17.8.2012 | 12:38
Á seinni hluta síðustu aldar upplifði þjóðin einhverja þá mestu lífskjarabót sem um getur. Þó fleiri hafi boðist til að eigna sér og öðrum það en áttu skilið, held ég flestir geti komið sér saman um að kynslóðin sem nú kallast eldri borgarar hafi átt þar stærstan þátt með dugnaði og vinnusemi. Hún menntaði okkur, fæddi og klæddi og sá til þess að okkur skorti ekkert af því sem þeim skorti á sínum tíma.
Maður hefði haldið að þessu fólki hefði verið ríkulega launað að starfsdegi loknum. En það er öðru nær. Málefni eldri borgara hafa af öllum þátttakendum stjórnmála verið höndluð sem óarðbær kostnaður sem alltaf þarf að ná niður með "hagræðingu", en það er fínt orð yfir færra starfsfólk og skerta þjónustu.
Á þessum stórkostlegu tímum sem gjarnan voru kallaðir góðæri hefði verið lag að gera vel við þetta fólk. Þess í stað var sú leið farin að skera enn frekar niður og var sú stefna kölluð "að gera öldruðum kleift að eiga ævikvöldið heima".þVÍLÍK SNILLD. Þeir sem settu þessar reglur höfðu sjálfir tryggt að þeir þyrftu aldrei að upplifa þetta með því að skammta sér eftirlaun sem eru algjörlega úr takti við þjóðfélagið. Þeim bótaþegum sem ekki hugnaðiat stefna stjórnvalda var gert að leita réttar síns fyrir dómstólum og þegar dæmt var þeim í vil var farin sú leið að kasta rýrð á réttarkerfið(sbr öryrkjadómurinn).
Afleiðing þessarar stefnu er sú að fárveikt og hreyfihamlað fólk er dögum, vikum,mánuðum saman fangar á eigin heimili, þar sem heimaþjónustan annar ekki verkefnum og nær ákaflega skammt. Eða eigum við að sætta okkur við sem eðlilegan hlut að fólk fari á klósett þrisvar á dag(á þeim tímum sem aðstoðin er). Er það ásættanlegt að fólk sem ekki getur komist hjálparlaust í rúmið sitt sofi í þeim stólum sem það kemst í.Er það ásættanlegt að fólk sem ekki getur borðað hjálparlaust fái eingöngu að borða þegar ættingjar og vinir geta hjálpað. Ég kannast ekki við það fangelsi sem býður uppá minni þjónustu.
Svo ég noti fótboltamál."Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn".
Að endingu hvet ég fólk til að segja sína skoðun á málinu
Maður hefði haldið að þessu fólki hefði verið ríkulega launað að starfsdegi loknum. En það er öðru nær. Málefni eldri borgara hafa af öllum þátttakendum stjórnmála verið höndluð sem óarðbær kostnaður sem alltaf þarf að ná niður með "hagræðingu", en það er fínt orð yfir færra starfsfólk og skerta þjónustu.
Á þessum stórkostlegu tímum sem gjarnan voru kallaðir góðæri hefði verið lag að gera vel við þetta fólk. Þess í stað var sú leið farin að skera enn frekar niður og var sú stefna kölluð "að gera öldruðum kleift að eiga ævikvöldið heima".þVÍLÍK SNILLD. Þeir sem settu þessar reglur höfðu sjálfir tryggt að þeir þyrftu aldrei að upplifa þetta með því að skammta sér eftirlaun sem eru algjörlega úr takti við þjóðfélagið. Þeim bótaþegum sem ekki hugnaðiat stefna stjórnvalda var gert að leita réttar síns fyrir dómstólum og þegar dæmt var þeim í vil var farin sú leið að kasta rýrð á réttarkerfið(sbr öryrkjadómurinn).
Afleiðing þessarar stefnu er sú að fárveikt og hreyfihamlað fólk er dögum, vikum,mánuðum saman fangar á eigin heimili, þar sem heimaþjónustan annar ekki verkefnum og nær ákaflega skammt. Eða eigum við að sætta okkur við sem eðlilegan hlut að fólk fari á klósett þrisvar á dag(á þeim tímum sem aðstoðin er). Er það ásættanlegt að fólk sem ekki getur komist hjálparlaust í rúmið sitt sofi í þeim stólum sem það kemst í.Er það ásættanlegt að fólk sem ekki getur borðað hjálparlaust fái eingöngu að borða þegar ættingjar og vinir geta hjálpað. Ég kannast ekki við það fangelsi sem býður uppá minni þjónustu.
Svo ég noti fótboltamál."Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn".
Að endingu hvet ég fólk til að segja sína skoðun á málinu
Athugasemdir
Ekkert þjóðfélag er betra en það höndlar sína verst settu þegna. Gjarnan er nefnt að landið sé svo lítið að það eigi að reka það eins og fyrirtæki og er þetta einn angi af þeirri hugsun. Þegar starfsorkan er horfin og viðkomandi gagnast fyrirtækinu ekki lengur er hann fjarlægðun með sem minnstum tilkostnaði. Kapítalisminn í sinni verstu mynd
Páll Heiðar (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.