Tunnurnar kvaddar
18.5.2012 | 00:07
Í gær voru síðustu tunnuhöggin á okkar vegum slegin að óbreyttu. Við höfðum vaðið í þeirri villu að heimili landsmanna og ástand þeirra lægi þungt á þeim. Mætingin í gær bar þess ekki merki og ljóst er að ákveðnum kafla í þeirri baráttu er lokið. Fólk sem ekki skipuleggur svona aðgerðir gerir sér kannski ekki grein fyrir þeirri undirbúningsvinnu og þeim tíma og fyrirhöfn sem því fylgir. Við göngum sáttar frá tunnum,höfum upplifað ótrúlega samstöðu og trúum því að við höfum gert þjóðfélagið betra. Ljóst má vera að ástandið hefur batnað og þessi knýjandi þörf sem við fundum hjá fólki þann 4. okt 2010 er greinilega ekki lengur til staðar. Samstarf okkar hefur verið með ágætum og vonandi orðið að ævarandi vináttu. Okkur hefur fylgt aragrúi af góðu fólki sem við kunnum bestu þakkir,tryggir og góðir vinir sem vonandi munu fylgja okkur alla tíð. Óþarfi er að nefna nöfn en taki þeir til sín sem eiga. Áhugi okkar á bættu samfélagi er enn til staðar og munum við styðja þá sem á eftir koma eins og við treystum okkur til. Við viljum halda blogginu áfram og vinna áfram að betra samfélagi. Takk fyrir síðustu 2 ár þetta er búið að vera ótrúlega góður tími
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.