HALLÓ HALLÓ

Gott fólk, ég er verulega hugsi. Ætlar fólk virkilega að leyfa þingmönnum að fara í sumarfrí, sem er talsvert lengra en okkar, á meðan skuldir okkar hrannast upp og hæstaréttardómar eru lítilsvirtir.
Fólk getur engan veginn borgað það sem því er gert að gera. Sjálfsagðir hlutir eins og sundferðir með börn eða ferð í strætó er orðinn munaður sem ekki allir geta leyft sér. Nýjir strigaskór á litla fætur kosta einhverja daga svelti og fiskveiðiþjóðin getur ekki leyft sér fisk 3svar í viku eins og æskilegt væri.
En er öllum sama.Fjölskyldur tapa heimilum,bílum og sjálfsvirðingu og engu virðist skifta hvort farið er að lögum eða ekki,nema almenningur hann skal alltaf virða lögin. Orkufyrirtæki loka við mánaðar vanskil og handrukkunarstíll kominn á innheimtu.
ER YKKUR VIRKILEGA SAMA. HVAÐ ER AÐ OG HVAÐ ÞARF AÐ GANGA LANGT.
Ætlum við að láta reka okkur á vergang eins og tíðkaðist á 18.öld. Finnst ykkur ekki komið nóg af þessari kúgun. Er ekki kominn tími til að gera eitthvað eða eigum við bara að sætta okkur við að gæðum landsins er misskift og meira svo með hverjum degi. Ég trúi að allir eigi rétt á húsaskjóli og mat og það skal enginn segja mér að það sé ekki framkvæmanlegt. Ég kveð með gamla máltækinu:Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband