Þegar uppi er staðið....
19.4.2012 | 22:18
...vorum við einföld og auðtrúa þegar við gengum til kosninga síðast. Kannski vildum við trúa því að vinstri flokkarnir sem höfðu haldið uppi flottum málflutningi um afnám verðtryggingar og betri lífskjör fyrir almenning hefðu í alvörunni verið að meina það sem þeir sögðu.
Nú sitjum við uppi með hreina vinstri stjórn, sem loksins hefur tækifæri til að afnema verðtryggingu og bæta lífskjör almennings. Það eina sem hún hefur gert í þeim málum er akkúrat EKKI NEITT!
Aftur á móti erum við enn og aftur með stjórnarandstöðu sem heldur uppi málflutningi um afnám verðtryggingar og bætt lífskjör almennings, nema nú eru það fyrrum stjórnarflokkar sem eru með þennan málflutning. Flokkar sem gerðu ekkert í neinu á meðan þeir voru í stjórn.
Þegar uppi er staðið gott fólk sitjum við uppi með sama grautinn í sitt hvorri skálinni. Við vorum auðtrúa og einföld og héldum í alvöru að NÚ myndi það gerast, að NÚ myndu kjör almennings verða sett á oddinn.
Þegar uppi er staðið gott fólk er logið að okkur frá hægri og vinstri og eina vörnin sem við eigum eftir erum við sjálf og samstaðan og mannkærleikurinn sem við höfum gagnvart hvort öðru sem almenningur þessa lands.
Nú sitjum við uppi með hreina vinstri stjórn, sem loksins hefur tækifæri til að afnema verðtryggingu og bæta lífskjör almennings. Það eina sem hún hefur gert í þeim málum er akkúrat EKKI NEITT!
Aftur á móti erum við enn og aftur með stjórnarandstöðu sem heldur uppi málflutningi um afnám verðtryggingar og bætt lífskjör almennings, nema nú eru það fyrrum stjórnarflokkar sem eru með þennan málflutning. Flokkar sem gerðu ekkert í neinu á meðan þeir voru í stjórn.
Þegar uppi er staðið gott fólk sitjum við uppi með sama grautinn í sitt hvorri skálinni. Við vorum auðtrúa og einföld og héldum í alvöru að NÚ myndi það gerast, að NÚ myndu kjör almennings verða sett á oddinn.
Þegar uppi er staðið gott fólk er logið að okkur frá hægri og vinstri og eina vörnin sem við eigum eftir erum við sjálf og samstaðan og mannkærleikurinn sem við höfum gagnvart hvort öðru sem almenningur þessa lands.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.