Eldhúsdagsumræður

  Í kvöld eru eldhúsdagsumræður á alþingi og við það tækifæri hafa tunnur frá 2010 alltaf mætt á austurvöll barið tunnur og reynt að trufla þingheim við að mæra sjálfa sig og sína flokka og segja okkur hinum allskonar skröksögur. Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að trufla alþingi í að segja okkur endalausar lygar.

  Upphaflega ætluðu þingmenn sjálfstæðis og framsóknarflokks að eigna sér mótmæli okkar og túlka sem ákall um að þeir kæmust til valda. Það höfum við leiðrétt eins og hægt er og á ekki að vera hægt að misskilja það á neinn hátt. Ástæðan fyrir því að við höfum ekkert skipulagt í kvöld er fyrst og fremst sú að fólk hefur ekki séð sér fært að mæta og styðja aðgerðir okkar um bætt kjör heimilanna. Einnig má benda að fólki var í lófa lagið að koma sér undan þessari stjórn fyrir ári síðan.

  Það sem við hins vegar skiljum ekki er að fólk skuli sætta sig við að hafa laun undir lágmarksframfærslu (viðmið frá félagsmálaráðuneyti). Heilbrigðisþjónustan og velferðarkerfið yfir höfuð er í molum. Eigum við þá ósk heitasta að fólk fari að rísa upp gegn þessarri þróun. Ekki mun standa á okkur að styðja við slíkar aðgerðir. Hér á eftir tel ég upp nokkur mál sem við erum reiðubúnar að leggja lið:

  LÁGMARKSFRAMFÆRSLA. Enginn íbúi þessa lands á að lifa af tekjum undir henni. Eitthvað er stórkostlega athugavert við það þegar ráðamenn þjóðarinnar verja stórfelldar launahækkanir til forstöðumanna ríkisstofnanna á sama tíma og þeir hvetja vinnuveitendur láglaunafólks til að stilla hækkunum (sem ekki einu sinni ná að vera leiðréttingar) í hóf.

  EIGNARUPPTAKA Á HEIMILUM. Þennan lið mætti kalla fjárkúgun. Bankastofnanir og fjármálafyrirtæki mala gull þessa dagana og í bígerð er að reisa enn eina glæsihöllina fyrir Landsbankann okkar eins og hann var kallaður af bankastjóra á hátíðlegum kynningafundi um ný vinnubrögð sem sjáanlega engin hafa orðið. Slitastjórnir græða á tá og fingri og hvergi sér fyrir endann á störfum þeirra enda lítið vit í að slátra gæsinni sem verpir gulleggjunum (fyrir sig en ekki okkur hin). Fögur fyrirheit um heimsmet í leiðréttingum hafa breyst í heimsmet í seinagangi og svikum.

  VELFERÐARKERFIÐ. Þar erum við að tala um nauðvörn. Heilbrigðiskerfið er gjörsamlega hrunið og hafið þið gert ykkur grein fyrir því að í skólakerfinu(skóli án aðgreiningar) er einungis gert ráð fyrir 13 sérkennslustundum á viku að hámarki hverjar sem sérþarfirnar eru. Er þetta ekki mannréttindabrot? Starfsfólk á heilbrigðis og umönnunarsviði vinna kraftaverk á hverjum degi undir ómanneskjulegu vinnuálagi og vanefnum sem minna helst á þriðja heiminn. Og gæti ég haldið endalaust áfram.

  LÖGGÆSLA OG RÉTTARKERFI. Hver áfellisdómurinn af öðrum kemur undan teppinu.

  Eins og þið sjáið er af nógu að taka og gæti ég skrifað margra síðna ritgerð. Okkar heitasta ósk er sú að fólk rísi upp og við verðum virkir þátttakendur í þeim aðgerðum 


Hvað ef ..............?

 Við höfum svolítið velt fyrir okkur, horfum svolítið í eigin barm og lítum á hvert fyrir sig, hvort við höfum nokkru sinni hugsað út í það, af hverju samstaða okkar er ekki meiri en hún er. Og hvort ekki sé rétt að við hvert fyrir sig förum að forgangsraða, hvað hvert og eitt okkar telur skifta mestu máli fyrir íbúa í þessu landi en ekki endilega skuldara. Hvað er það sem við viljum? 

Sú sem hér skrifar setur það skýrt fram að ég vil heilbrigðisþjónustu og menntakerfi fyrir alla án tillits til efnahags(heilbrigðisþjónusta algjörlega gjaldlaus). Og til að hafa efni á því hlýtur að vera hægt að skera niður í flottræfilshætti í utanríkisþjónustu og stjórnsýslu almennt. Ég vil að þjóðin sé öllum stundum algjörlega upplýst í hvað skattfé okkar fer.

Mér finnst líka mikilvægt að við sníðum okkar kerfi eftir okkar þörfum og séum ekki alltaf að apa eftir öðrum þjóðum sem búa kannski við aðrar aðstæður, aðrar þarfir og aðra samfélagsuppbyggingu. Mér finnst skifta miklu máli að allir þegnar landsins hafi kost á að búa við sómasamlegan húsakost, matarkost, hjúkrun, lyf, menntun og aðrar samfélagslegar grunnþarfir. Og enginn þegn þjóðfélagsins ætti að þurfa að taka á móti launaumslag sem mætir ekki lágmarksframfærslu.

Ég velti því oft fyrir mér hvort öfund og afbrýðisemi geri það að verkum að við stöndum ekki betur saman en raun ber vitni. Eða hvað:Getur verið að kúgun atvinnurekenda, lánadrottna og annarra persónulegra valdhafa ráði þarna. Getur verið að fólk sem hefur beðið persónulegt skipbrot á samfélagsstöðu sinni finni fyrir skömm á sínum aðstæðum. Eða er þeim sem betur standa alveg sama um skipbrot annarra kjör og aðstæður eða bara hreinlega að farast úr leti og sérhlífni.

Að síðustu vil ég segja:Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Ég veit að þetta er gömul lumma en hún fer aldrei úr tísku hvað mig snertir. Við berum öll ábyrgð á samfélaginu og engin keðja er sterkari en  veikasti hlekkurinn 


Lýðræði

  Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Þegar hinn litli heimur sem við búum í logar í ófriði og mótmælum gagnvart lýðræðislega kjörnum spilltum ríkisstjórnum, spyr maður sig kannski:Hvað er ólíkt með Úkraínu og Íslandi. Jú við höfum ekki her sem stjórnvöld geta beitt á móti okkur. Við höfum hins vegar lögreglu sem notuð er gegn okkur og ýmsir stjórnmálamenn hafa sýnt áhuga fyrir að vopnbúa.

Úkraínskur almenningur býr við sára fátækt og kúgun. Þegar litið er á meðallaun á Ísland verður ekki séð að hér ríki fátækt. Meðallaun eru nokkuð góð, en þegar grannt er skoðað (af okkur tunnum) kemur í ljós að einungis 16 prósent ná launum yfir meðaltali og skekkja meðallaun langt yfir raunveruleikann. Og kúgun þekkjum við ekki. Hér er engum persónuupplýsingum lekið, engin samskifti hleruð og stjórnvöld vinna algjörlega í takt við þjóðina í landinu. Rammaáætlun er virt en aðeins sveigð til eftir hvað þurfa þykir enda ekkert í húfi nema nokkrir landskikar sem er jú nóg af á þessu landi.

En hvað veldur því að uppúr sýður í Úkraínu:Getur verið að forseti landsins hafi verið lenda í sjónvarpsviðtali þar sem hann kom út eins og bjáni. Eða getur verið að utanríkisráðherrann hafi verið að setja lög sem gengu þvert á vilja landsmanna. Fór kannski íþróttamálaráðherrann í heimsókn sem landsmenn voru ekki sáttir við.Eða voru þeir að fikta við seðlabankann sinn. Eða var forsetinn að samþykkja stóra skattalækkun á sjálfan sig. Alla vega er ljóst að í Úkraínu er stór munur á stjórn og stjórnarandstöðu og aumingja forsetinn eingöngu að gera það sem hann taldi sig kosinn til að gera.

Maður spyr sig: er almenningur í Úkraínu svo öruggur með sína persónulegu stöðu að hann geti leyft sér að taka þátt í andófi eða er almenningur svo óöruggur með stöðu sína að hann telur sig engu hafa að tapa. Spyr sá sem ekki veit. Það er hins vegar ljóst að lögreglan þar vissi hvaða hóp hún tilheyrði. Og þegar við náum þeim stað á Íslandi stöðvar okkur ekkert.


Hvað er til ráða

Komið sæl. Langt er síðan heyrst hefur í okkur.

  Því hefur verið haldið fram meðal almennings að nýkjörin stjórnvöld þurfi tíma til að sanna sig. Einhvern veginn líður okkur þannig að hún sé búin að afsanna sig. Hver ræður eiginlega í þessu landi. Og þá á ég við: hver er það sem raunverulega stjórnar. Eru það lífeyrissjóðirnir bankarnir ríkisstjórnin eða stéttafélögin og samtök atvinnulífsins.

 Hvar er okkar ábyrgð gagnvart lýðræðinu og að beita stjórnvöld aðhaldi. Eða er það viðunandi að hafa tekjur undir lágframfærslu. Og er það viðunandi að fólk hafi ekki húsaskjól heldur þurfi að hola sér niður á dýnu hjá ættingjum og vinum. Biðraðir eftir þjónustu hjálparstofnanna er þjóðarskömm. Og ekki er minni skömm að aðbúnaði eldri borgara sem eru í orðsins fyllstu merkingu tjóðraðir niður í rúmin sín vegna manneklu og matarföng sannarlega skorin við nögl. Er einhver sanngirni í þessu meðan fyrirtæki í okkar eigu (þ.e. lífeyrissjóðanna) skammtar stjórnendum sínum bónusgreiðslur og sposlur sem í þessu samhengi sem ég hef verið að lýsa eru í besta falli fáranlegar eða þá hlægilegar ef við viljum jákvætt orð.

 Höfum við virkilega gefið stjórnvöldum það vopn að hræða okkur frá friðsömu andófi eins og var þeirra greinilega markmið í níumenningamálinu forðum og hinu nýja níumenningamáli Hraunavina. Borgaraleg óhlýðni og lögbrot eru í mínum augum sinn hvor hluturinn. Mér þykir við vera huglaus eða þá bara villt hvað við viljum. Ég myndi gjarnan vilja sjá í hvaða forgangi fólk vill hafa málin. Og það myndi gleðja mig meira en orð fá lýst, ef fólk væri tilbúið að fara að leggja öfund og afbrýðisemi á hilluna og fara að vinna saman í að fara að gera eitthvað í málunum.

 Ég myndi vilja varpa þeirri spurningu fram með þessu bloggi: hvað viljum við, hvernig teljum við hægt að ná því fram og hvað erum við reiðubúin að leggja á okkur til að ná því fram


Það byrjar og endar með heimilunum

Það byrjar og endar á heimilunum í landinu og meira er ekki að segja um það mál. 

Ekkert annað er mikilvægara, meira, betra eða stærra en heimilin í landinu.

Ekkert á að vera forgansraðað ofar en heimilin í landinu, ekkert á að vera meira aðalmarkmið en heimilin í landinu.

Svo einfalt er það mál. 


Drómi Über Alles

Ég geri mér grein fyrir að allir eru búnir að fá uppí kok af vælupóstum og ég á svo bágt bréfum en sorry þið verðið að þola eitt enn. Ég tel mig reyndar ekki vera mikið í vælinu og mun því hafa þetta eins skýrt og skorinort og ég get. Ég ætla að segja ykkur smá sögu af skilnaðarsamningum og lánum, kannski er einhver sem getur nýtt sér þetta til að lenda ekki í sama pytti og ég.

Ég skildi fyrir nokkrum árum síðan og gengið var frá samning um skipti eigna og lána hjá lögfræðingi og síðan var farið með hann til sýslumanns þar sem hann var lesinn hann yfir og við samþykktum með undirskrift okkar beggja.
Þið vitið hvernig þetta virkar, 50/50 lán og eignir á kjaft!
Ég hélt húsinu og xið mitt fékk fyrirtækið. Ég tók þau lán sem fylgdu húsinu og hann það sem fylgdi fyrirtækinu. Allt rosa jafnt skipt og flott, ekkert vesen.
Reyndar voru lánin áhvílandi á húsinu og fékk xið mitt 6 mánuði til að færa sitt lán annað. Ekkert mál.
Tvö lán höfðu verið tekin til að kaupa fyrirtækið á sínum tíma, annað hvíldi á mínu húsi, hitt á húsi hins eiganda fyrirtækisins.
Sex mánuðum seinna bankaði kreppan uppá og fyrirtækið fór á hausinn.
Hey og ég enn með lánið á húsinu. Og ekki bara hvaða lán sem er heldur var það frá SPRON sem fór líka á hausinn.
Þar með hófust náin kynni mín af Dróma og þeim sem þar starfa. Viðurkenni fúslega að ég hefði alveg verið til í að sleppa þeim samskiptum enda fæ ég hroll bara við tilhugsunina.
Fundir, tölvupóstar, símtöl, fleiri fundir, fasteignamat.. og aðeins fleiri fundir.
Ég komst að því fljótlega að skilnaðarsamningur er ekki löglegur þegar kemur að lánum því að ef annar aðilinn ákveður að standa ekki við sinn hluta þá verður hinn aðilinn að fara í einkamál. Ef ég hefði gert það þá hefði ég klárlega unnið málið en xið var búið að tapa eignum sínum og eina sem ég hefði haft uppúr málaferlum hefði verið lögfræðikostnaður. Lánið fer ekkert nema það sé fært á aðra eign.
Nú gætuð þið spurt ykkur hvort að ekki hafi amk verið greitt af láninu? Svarið við því er nei. Engin greiddi af láninu. Ég hef ekki laun til þess og auðvitað er þetta heldur ekki mitt að greiða.
Ég skrifaði undir samning sem ég taldi að tryggði mig og að bankinn þyrfti að ganga á eftir xinu en ég slyppi.. enda með UNDIRRITAÐAN samning í höndunum. Sé það í dag að þetta var greinilega barnaleg hugsun.
Jæja, hinn eigandi fyrirtækisins missti allt sitt og var gerður upp á síðasta mánuði (bæði fyrirtæki og aðrar eignir). Greitt var inná lánin hans og restin væntanlega afskrifuð. Eftir stendur eitt lán! Lánið sem hvílir á mínu húsi. Allt annað sem varðaði fyrirtækið er uppgert. Og við erum að tala um fullt af milljónum sem hafa verið afskrifaðar í tengslum við fyrirtækið þvi að SPRON lánaði svakalegar upphæðir sem ekki var til fyrir. Lánið sem hvílir á mér er bara smábarn í samanburði.
Hmmm og af hverju er ég reið núna?
Jú því að ég fékk símtal frá Dróma þar sem mér var sagt að "mitt" lán yrði inní þessum samningspakka. Við það var ekki staðið.
Ég sendi tölvupóst í morgun (sjá neðst) sem ég hef reyndar ekki fengið svar við en mér er alveg sama. Ég veit að það er engin lausn á þessu máli.

Drómi vill sitt og nú er bara að bíða eftir að þeir heimti uppboð. Þeir reyndar fá ekkert útúr þvi, vegna þess að á húsinu hvíla lán og ég efast um að það náist að greiða upp þau lán sem eru á veðrétti á undan Dróma. Þetta hefur starfsmaður Dróma viðurkennt að sé rétt en til þess að allt líti vel út á pappír þá er betra að keyra mig í þrot þó svo að þeir fái engan pening.

Bréfið til slitastjórnar Dróma:

Sæll Xxxx

Þú hringdir í mig vegna stöðu lána sem hvíla á Gljúfraseli 10, 109 Rvk og sagðir þú að það væri vegna þess að verið væri að finna lausn á málum er varða lán (v/Xxxxxxxxxx).
Sagðir þú í símtalinu að stæði til að greiða inná lánið og finna farsæla lausn sem væri ásættanleg fyrir báða aðila í þessu leiðinda máli.
Nú kemur í ljós að einungis var gengið frá málum er varða hinn eigandann og eina lánið sem eftir stendur óbreytt er lánið sem hvílir á mínu húsi.
Þið hafið s.s afskrifað og afgreitt allt sem snýr að þeim aðilum sem eiga þessi lán en ætlið að láta mig taka ábyrgð á því sem ekki er mitt skv. skilnaðarpappírum.
Búið var að taka hús Xxxxxxx X. uppí lánin hjá SPRON og nú á greinilega að taka mitt hús líka og setja fjölskylduna mína á götuna.
Var ekki nóg að Xxxxxx missti sitt??
Hve langt þurfið þið að ganga til að skilja það sem er fyrir framan augun á ykkur? Það er ekki til fyrir þessu láni, það verður ekki greitt né um það samið og húsið stendur varla undir þeim lánum sem eru á fyrsta og öðrum veðrétt!
Er fjölskyldan mín minna mikilvæg en tölur á blaði hjá ykkur?
Er það forgangsröðunin sem þið getið verið stoltir af?
Þið Xxx hafið báðir sagt að það ætti að borga jafnt inná þessi tvö lán sem tekin voru á sama degi en ykkar orð eru greinilega ekki marktæk.
Ég biðst innilega afsökunar ef þú kýst að líta á þetta bréf sem móðgun eða árás af minni hálfu en hjá mér skiptir fólk meira máli en peningar og að orðum fylgir ábyrgð.
Ykkar ábyrgð felst í því að sjá mannlega þáttinn á bakvið exel skjölin ykkar og standa við það sem þið hafið sagt.


Með kveðju, Eyrún D. Ingadóttir


Stefnuræðukvöldið nálgast

Nú er rétt tæp vika í að 12. september renni upp en að kvöldi þess dags mun Jóhanna Sigurðardóttir að öllum líkindum flytja sína síðustu stefnuræðu á Alþingi sem forsætisráðherra.

Tunnurnar verða að sjálfsögðu á staðnum til að minna hana og aðra þingmenn á hvernig heimilin í landinu hafa verið skilin eftir fyrir önnur misbrýn mál. Tunnunum svíður fyrir hönd heimilanna og almennings sem hefur þurft að bera afleiðingar þess efnahagshruns sem varð hér haustið 2008 af fullum þunga á meðan gerendum þess hefur verið hossað.

Stefnuræða forsætisráðherra hefst kl. 19:50 n.k. miðvikudagskvöld en hávaðinn fyrir utan alþingishúsið hefst kl. 19:30. Stofnaður hefur verið viðburður af þessu tilefni á Facebook og hvetjum við lesendur þessa bloggs til að deila honum og dreifa og láta þá sem ekki eru þar vita líka.

Við hvetjum alla til að mæta með öfluga hljóðgjafa eins og trommur, lúðra, dómaraflautur og brunaboða en þeir sem ætla að taka þátt í dunandi tunnuslættinu er bent á að taka með sér gott ásláttaráhald úr járni og vera í góðum hönskum til að verja hendurnar. Af fenginni reynslu frá fyrri tunnuviðburðum er líka nauðsynlegt að vera með eyrnatappa eða heyrnarhlífar.

Að lokum er hér svolítið upphitunarmyndband:


Að hugsa út fyrir kassann

Orðið gagnrýni er skýrt,að rýna til gagns. Í umræðunni ber oft minna á því og er það meira notað til niðurrifs. Við tunnurnar höfum fengið gagnrýni fyrir hávaðamengun í miðbænum og fólk sé þess vegna ekki tilbúið til mæta til mótmæla. Undantekning er ef samtímis er bent á aðra lausn sem virkar jafnvel með minni hávaða.
Algengt slagorð mótmæla er "ríkisstjórnin burt", en er það nóg. Spilltu þingmennirnir (sem fyrirfinnast í öllum flokkum) voru kosnir af okkur.
Hvað kemur í veg fyrir að þeir verði kosnar aftur. Allar skoðanakannanir benda til að fjórflokkurinn muni áfram lifa sínu góða lífi með sína spilltu stjórnarhætti á kostnað þjóðarinnar. Okkur er ætlað að taka afstöðu til hinna ýmsu mála án þess að fá fullnægjandi upplýsingar og öll loforð um gagnsæi og "allt uppi á borðum" heiðarleg vinnubrögð o.þ.h. hafa gufað upp.
Þarf ekki stórtækari breytingu en nýja ráðherra. Þurfum við ekki öflugar siðareglur og breyttar forsendur í stjórnsýslu. Eitthvað einfaldara gegnsærra sem fólkið skilur. Þurfum við ekki að losna við það að fjármálakerfið stýri landinu. Þarf ekki eitthvað að gerast svo nýtt fólk geti kynnt sig og ný öfl geti komist áfram. Er eitthvað eðlilegt við það að fjármálastofnanir beri fólk út af heimilum sínum án þess að neitt varnarnet taki við þeim nema ættingjar og vinir. Er eitthvað eðlilegt við það að fólk í slíkri stöðu þurfi að leita réttar síns fyrir dómi með óyfirstíganlegum lögfræðikostnaði og endalausum töfum. Ennfremur velti ég fyrir mér hvort fólki finnist ásættanlegt að í þessu þjóðfélagi skuli fólk segja "Ég get ekki mætt til mótmæla, því þá missi ég vinnu" eða "Bankinn gjaldfellir allt á mig ef ég mæti til mótmæla." Ljótasta afbrigði er þó "Ef þú mætir til mótmæla berum við fjölskyldu þína út" Minnir þetta ekki á störf mafíunnar.
ER EKKI KOMIÐ AÐ ÞVÍ AÐ VIÐ ÞURFUM AÐ HUGSA ÚT FYRIR KASSANN. Minni ég ennfremur á tunnumótmæli við stefnuræðu forsætisráðherra, þar sem fjórflokkurinn getur haldið áfram að ljúga okkur full

Áríðandi fréttatilkynning frá Tunnunum

Tunnan kallar..Tunnan kallar þig og mig niður á Austurvöll þann 12. september kl 19:30 því þá mun rödd steinhússins enn einu sinni hefja upp raust peningavaldins sem hirðir ekkert um tár barnanna okkar, menntun, heilsu eða framtíð heldur skuldsetur afkomendur okkar margar kynslóðir fram í tímann ef við látum það óáreitt.

Tunnan kallar mig og þig niður á Austurvöll til að hita upp fyrir stóru byltinguna handan hornsins. Tunnan lofar að ef við mætum þá skuli hún dynja hjartslætti þjóðarinnar með svo dimmum og djúpum óm að þeir tónar láti ekki einu sinni steinhjörtu landráðamanna ósnortin.


fangar á eigin heimili

Á seinni hluta síðustu aldar upplifði þjóðin einhverja þá mestu lífskjarabót sem um getur. Þó fleiri hafi boðist til að eigna sér og öðrum það en áttu skilið, held ég flestir geti komið sér saman um að kynslóðin sem nú kallast eldri borgarar hafi átt þar stærstan þátt með dugnaði og vinnusemi. Hún menntaði okkur, fæddi og klæddi og sá til þess að okkur skorti ekkert af því sem þeim skorti á sínum tíma.
Maður hefði haldið að þessu fólki hefði verið ríkulega launað að starfsdegi loknum. En það er öðru nær. Málefni eldri borgara hafa af öllum þátttakendum stjórnmála verið höndluð sem óarðbær kostnaður sem alltaf þarf að ná niður með "hagræðingu", en það er fínt orð yfir færra starfsfólk og skerta þjónustu.
Á þessum stórkostlegu tímum sem gjarnan voru kallaðir góðæri hefði verið lag að gera vel við þetta fólk. Þess í stað var sú leið farin að skera enn frekar niður og var sú stefna kölluð "að gera öldruðum kleift að eiga ævikvöldið heima".þVÍLÍK SNILLD. Þeir sem settu þessar reglur höfðu sjálfir tryggt að þeir þyrftu aldrei að upplifa þetta með því að skammta sér eftirlaun sem eru algjörlega úr takti við þjóðfélagið. Þeim bótaþegum sem ekki hugnaðiat stefna stjórnvalda var gert að leita réttar síns fyrir dómstólum og þegar dæmt var þeim í vil var farin sú leið að kasta rýrð á réttarkerfið(sbr öryrkjadómurinn).
Afleiðing þessarar stefnu er sú að fárveikt og hreyfihamlað fólk er dögum, vikum,mánuðum saman fangar á eigin heimili, þar sem heimaþjónustan annar ekki verkefnum og nær ákaflega skammt. Eða eigum við að sætta okkur við sem eðlilegan hlut að fólk fari á klósett þrisvar á dag(á þeim tímum sem aðstoðin er). Er það ásættanlegt að fólk sem ekki getur komist hjálparlaust í rúmið sitt sofi í þeim stólum sem það kemst í.Er það ásættanlegt að fólk sem ekki getur borðað hjálparlaust fái eingöngu að borða þegar ættingjar og vinir geta hjálpað. Ég kannast ekki við það fangelsi sem býður uppá minni þjónustu.
Svo ég noti fótboltamál."Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn".
Að endingu hvet ég fólk til að segja sína skoðun á málinu

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband